Byggingarmál
Byggingarfulltrúinn í Árborg starfar á grundvelli 8. gr. Laga um mannvirki nr. 160/2010, og byggingarreglugerðar eins og hún er á hverjum tíma.
Byggingarfulltrúi veitir byggingarleyfi eða -heimild vegna hvers konar mannvirkjagerðar sem háð er byggingarleyfi eða byggingarheimild.
Meginregla um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir er sett í 9. gr. laga um mannvirki:
Óheimilt að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa, …….
Vissar framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi en háðar byggingarheimild, aðrar framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi og byggingarheimild en tilkynningaskyldar og enn aðrar undanþegnar byggingarleyfi og byggingarheimild að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Umsóknir og tilkynningar eru stafrænar og eru gerðar á Mínum síðum Árborgar.
Umsækjandi/umsækjendur um byggingarleyfi skulu vera þinglýstir eigendur eða umráðendur lóðar samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands eða hönnuður í þeirra umboði.
Umsókn skulu fylgja stafræn gögn: uppdrættir, greinargerðir og staðfestingar skv. byggingarreglugerð og er lýst nánar í leiðbeiningum hér á síðunni.
Á Mínum síðum Árborgar er einnig tilkynnt um tilkynningaskylda framkvæmd og sótt um stöðuleyfi
Erindi til afgreiðslu byggingarfulltrúa ásamt fullnægjandi gögnum þurfa að hafa borist í síðasta lagi fyrir lok föstudags í vikunni fyrir afgreiðslufund til að mál verði tekið fyrir.
Aðsetur byggingarfulltrúa og opnunartími afgreiðslu:
Austurvegur 67, 800 Selfoss
Sími 480 1900
Opið: mánudaga – fimmtudaga kl 08:00 – 12:00 og 12:30 – 15:00
föstudaga 08:00 – 14:30
Viðtals- og símatímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og annarra starfsmanna er alla virka daga – nema miðvikudaga – milli kl. 9.00 og 12.00