Byggingarheimild

Umsókn um byggingarheimild
Sótt er um byggingarheimild á Mín Árborg-Íbúagátt . Með umsókn henni skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Aðaluppdrættir ásamt byggingarlýsingu, eða breytingar á aðaluppdráttum eftir því sem við á.
  • Gögn sem sýna fram á eignarheimildir og samþykki meðeigenda þegar við á.
  • Skráningartafla vegna nýrra mannvirkja og breytinga á stærð eða eignarmörkum eldri mannvirkja.

Byggingarfulltrúi getur kallað eftir fleiri gögnum sé það talið nauðsynleg vegna afgreiðslu umsóknar svo sem umsögn Minjastofnunar Íslands, Vinnueftirlits ríkissins og annarra eftirlitsaðila.

Veiting byggingarheimildar.
Skilyrði fyrir veitingu byggingarheimildar eru eftirfarandi:

  • Mannvirkið og notkun þess eða breytingar á mannvirki samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu eða fyrir liggur samþykkt sveitarstjórnar vegna heimildarumsóknar skv. ákvæðum skipulagslaga.
  • Byggingarfulltrúi hefur yfirfarið og staðfest aðaluppdrætti og fært þá á teikningasafn Árborgar map.is/arborg.
  • Byggingarstjóri hefur verið skráður á málið á MínÁrborg, hann staðfest ábyrgð sína og skilað staðfestingu á starfsábygðartryggingu.
  • Byggingarheimildargjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við veitingu byggingarheimildar.

Byggingarstjóri skal vera skráður í gagnasafn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hafa gilt gæðastjórnunarkerfi.

Séruppdráttum skal skila til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram.

Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað til leyfisveitanda áður en framkvæmd hefst, sbr. 15.2.2. gr.
Gæta skal að ákvæðum laga um menningarminjar vegna umsóknar um breytingu á þegar byggðu mannvirki sem fellur undir þau lög.