Takmarkað byggingarleyfi

Graftrarleyfi

Byggingarfulltrúi getur veitt takmarkað byggingarleyfi (graftrarleyfi) að eftirtöldum skilyrðum uppfylltum:

  • Sótt hefur verið um byggingarheimild eða byggingarleyfi og byggingaráform hafa verið samþykkt.
  • Samþykktir aðaluppdrættir liggja fyrir.
  • Byggingarstjóri hefur verið skráður og hann staðfest aðild sína og skilað staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu.
  • Húsasmíða-eða múrarameistari hefur verið skráður og hann staðfest aðild sína (ef um er að ræða umsókn um byggingarleyfi).