Stöðuleyfi

Umsókn um stöðuleyfi

Sótt er um stöðuleyfi á Mín Árborg - Íbúagátt..

Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangi stöðuleyfis, ósk um upphafsdag og lengd tímabils.

Eftirfarandi skal fylgja umsókn:

  • Samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á.
  • Uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna.

Gildissvið stöðuleyfa

Sækja um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa ef til stendur að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.

  • Hjólhýsi yfir vetrartímann, þ.e. á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.
  • Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum sem ætlað er til flutnings og stór samkomutjöld.

Lausafjármuni skal staðsetja þannig að almenningi stafi ekki hætta af og ekki sé hætta á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. Ennfremur skal þess gætt að aðgengi slökkviliðs að aðliggjandi húsum sé ekki torveldað. Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að ekki skapist hætta vegna lausafjármuna og er leyfisveitanda heimilt að krefja eiganda um gögn og rökstuðning þar að lútandi.

Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að hreinlætisaðstaða í og við lausafjármuni sem falla undir þessa grein uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og ákvæði laga um fráveitur og laga, reglugerða og reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eftir því sem við á hverju sinni.

Stöðuleyfi skulu mest veitt til 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað. Heimilt er að endurnýja stöðuleyfi eftir að það hefur fallið úr gildi, enda berist ný umsókn sem uppfyllir skilyrði.

Gjald vegna stöðuleyfis er skv. gjaldskrá skipulags- og byggingadeildar.

Leiðbeiningar Húsnæðis og mannvirkjastofnunar um stöðuleyfi