Tilkynningarskyldar framkvæmdir

Tilkynningarskyldar framkvæmdir

Skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.6 eru eftirtalin mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi en tilkynningarskyldar.

Framkvæmdin skal vera í samræmi við deiliskipulag.

  • a. Nýklæðning þegar byggðra mannvirkja.
  • b. Tjaldhýsi sem nota skal í atvinnustarfsemi.
  • c. Stöðuhýsi sem skulu standa lengur en 4 mánuði.
  • d. Heitir og kaldir pottar eða laugar í görðum við íbúðarhús og frístundahús.
  • e. Lítilsháttar breyting á burðarvirki sem nemur minna en 5% af hjúpfleti burðarhluta, þó aldrei meira
    en 5 m².
  • f. Lítilsháttar breyting á brunahólfun sem nemur minna en 5% af hjúpfleti brunahólfandi hluta, þó
    aldrei meira en 5 m².
  • g. Breytingar á lögnum.
  • h. Rannsóknarmastur ætlað til mælinga, sett upp tímabundið og ekki lengur en til tveggja ára.
  • i. Smádreifistöðvar fyrir raforkudreifingu, dæluhús hita-, vatns- og fráveitu og önnur lítil hús veitukerfa sem
    eru að hámarki 15 m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.

Tilkynnt er um framkvæmdir á Mín Árborg - Íbúagátt

Gjald vegna tilkynntra framkvæmda er skv. gjaldskrá skipulags- og byggingadeildar