Undanþegið byggingarleyfi

Framkvæmdir undanþegnar byggingarheimild og -leyfi

Undanþegin byggingarleyfi eru fráveitumannvirki og dreifi- og flutningskerfi hitaveitna, vatnsveitna, rafveitna og fjarskipta og breytingar á slíkum mannvirkjum. Undanþágan nær ekki til bygginga sem tengjast slíkum mannvirkjum, fjarskiptamöstra, tengivirkja og móttökudiska.

Minniháttar framkvæmdir og mannvirki undanþegnar byggingarheimild og -leyfi skv. gr. 2.3.5:

Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag:

  • a. Allt viðhald innanhúss og utan, þ.m.t. endurnýjun léttra innveggja.
  • b. Uppsetning móttökudiska, allt að 1,2 m að þvermáli, vegna móttöku útsendinga útvarps eða
    sjónvarps eða móttökuloftnets.
  • c. Allt viðhald lóða, girðinga, bílastæða og innkeyrslna.
  • d. Gerð palla og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð.
  • e. Skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m.
    Ennfremur girðingar eða skjólveggir sem eru nær lóðarmörkum en 1,8 m og eru ekki hærri en sem
    nemur fjarlægðinni að lóðarmörkum. Einnig allt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru
    áfastir við hús og í a.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt
    án byggingarleyfis að reisa girðingar eða skjólveggi allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi
    þeir fram hjá byggingarfulltrúa undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina. Miðað skal við
    jarðvegshæð lóðar sem hærri er ef hæðarmunur er á milli lóða á lóðamörkum.
  • f. Smáhýsi sem er að hámarki 15 m² og mesta hæð þaks er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs. Sé
    smáhýsið minna en 3,0 m frá aðliggjandi lóð þarf samþykki eigenda aðliggjandi lóðar. Slík
    smáhýsi eru ekki ætluð til gistingar eða búsetu

Leiðbeiningar Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar um smáhýsi má nálgast hér.

Eyðublöð fyrir samþykki lóðarhafa nágrannalóðar og/eða sveitarfélags ef lóð liggur að opnu svæði, gangstíg eða götu er að finna hér.

Skyldur eiganda mannvirkis vegna framkvæmda sem undanþegnar eru byggingarleyfi.

Eigandi sem ræðst í framkvæmdir sem falla undir 2.3.5. gr. ber ábyrgð á að ekki skapist hætta fyrir fólk og eignir vegna mannvirkisins og að virt séu öll viðeigandi ákvæði reglugerðar. Hann skal einnig gæta þess að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Eigandi mannvirkis sem undanþegið er byggingarleyfi ber ábyrgð á að ekki sé gengið á rétt nágranna og að virt séu ákvæði laga um fjöleignarhús