Lóðamál
Stofnun lóða
Á vefsjá Landeignaskrár sem vistuð er hjá Þjóðskrá Íslands má sjá á myndrænan hátt allar stofnaðar lóðir á landinu.
Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi ferla varðandi lóðamál á vef HMS:
- Skráning fasteigna, – lönd og lóðir, * SKRÁNING FASTEIGNA *
- Lönd og lóðir sem ekki liggja fyrir hnitsetningar á, * UPPMÆLING EIGNAMARKA – Jarðir og lóðir *
Samkvæmt skipulagslögum er óheimilt að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðarmörkum nema með samþykki sveitarstjórnar. Skipulags- og byggingardeild Árborgar sér um framkvæmd mála sem varða stofnun nýrra lóða eða breytingar á þeim innan sveitarfélagsins og eru slík mál lögð fyrir skipulagsnefnd til samþykktar.
EF ÓSKAÐ ER EFTIR STOFNUN NÝRRAR LÓÐAR AÐ ÞÁ ÞARF AÐ SKILA INN EFTIRFARANDI GÖGNUM:
Ef óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar með tölvupósti á skipulag@arborg.is skulu eftirfarandi fylgiskjöl fylgja:
- Umsókn um stofnun lóðar EBL-101, eða
- Umsókn um breytingu á skráningu lóðar EBL-102
- Hnitsett lóðablað sem sýnir afmörkun og stærð lóðar.
- Umsóknareyðublað Þjóðskrár – F-550 Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá.
Upplýsingar um gjaldtöku vegna lóðamála er að finna í gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar